Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 21:22 Ragnar var valinn maður leiksins af UEFA. vísir/epa Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira