Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 23:05 Kolbeinn fagnar markinu. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti