Eiginkona Rooney brjáluð út í The Sun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2016 15:45 Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, var langt frá því að vera sátt með forsíðu breska dagblaðsins The Sun í dag. Enskir fjölmiðlar fóru mikinn eftir að England tapaði fyrir Íslandi á EM 2016 í gær og forsíður blaðanna voru margar hverjar æði skrautlegar. Mörgum finnst þó sem The Sun hafi farið yfir strikið með því að hafa mynd af sex ára gömlum syni Wayne Rooney, Kai, hágrátandi og niðurbrotnum á forsíðunni. Móðir hans var afar ósátt með þessa umdeildu forsíðu og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter.Yes I've seen that front page and it's absolutely shocking!! — Coleen Rooney (@ColeenRoo) June 27, 2016Coleen og Wayne Rooney hafa verið saman frá því þau voru unglingar og eiga þrjú börn saman; Kai (6 ára), Klay (3 ára) og Kit sem fæddist í janúar á þessu ári. Rooney kom Englandi yfir á 4. mínútu í leiknum í gær með marki úr vítaspyrnu. Markið dugði þó skammt þar sem Ragnar Sigurðsson jafnaði metin tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmark Íslendinga á 18. mínútu. Rooney lék sinn 115. landsleik í gær og jafnaði þar með met Davids Beckham yfir landsleikjahæstu útispilara í sögu enska landsliðsins. Rooney vantar nú 10 leiki til að jafna leikjamet Peter Shilton. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, var langt frá því að vera sátt með forsíðu breska dagblaðsins The Sun í dag. Enskir fjölmiðlar fóru mikinn eftir að England tapaði fyrir Íslandi á EM 2016 í gær og forsíður blaðanna voru margar hverjar æði skrautlegar. Mörgum finnst þó sem The Sun hafi farið yfir strikið með því að hafa mynd af sex ára gömlum syni Wayne Rooney, Kai, hágrátandi og niðurbrotnum á forsíðunni. Móðir hans var afar ósátt með þessa umdeildu forsíðu og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter.Yes I've seen that front page and it's absolutely shocking!! — Coleen Rooney (@ColeenRoo) June 27, 2016Coleen og Wayne Rooney hafa verið saman frá því þau voru unglingar og eiga þrjú börn saman; Kai (6 ára), Klay (3 ára) og Kit sem fæddist í janúar á þessu ári. Rooney kom Englandi yfir á 4. mínútu í leiknum í gær með marki úr vítaspyrnu. Markið dugði þó skammt þar sem Ragnar Sigurðsson jafnaði metin tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmark Íslendinga á 18. mínútu. Rooney lék sinn 115. landsleik í gær og jafnaði þar með met Davids Beckham yfir landsleikjahæstu útispilara í sögu enska landsliðsins. Rooney vantar nú 10 leiki til að jafna leikjamet Peter Shilton.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira