Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2016 15:30 Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00
Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30