Stebbi Hilmars slær á putta Gumma Ben Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2016 11:45 Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira