Stebbi Hilmars slær á putta Gumma Ben Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2016 11:45 Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira