„Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 20:30 Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30
Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15
Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15