Frakkar bjóðast til að hýsa Íslendinga á meðan EM stendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 13:46 „Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira
„Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira
Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36