Gengur Keegan-kenningin upp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 12:00 Vísir/Getty Goðsögnin Kevin Keegan segir að Ísland muni endurtaka leik Dana frá 1992 og Grikkja frá 2004 og vinna EM í Frakklandi. Tólf ár liðu á milli sigra Danmerkur og Grikklands og samkvæmt því munstri ættu næstu Evrópumeistarar að koma úr óvæntri átt. Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari Englands, sagði á ráðstefnunni Business and Football, sem var haldin í Silfurbergi í Hörpu fyrir mánuði, að Ísland myndi fara alla leið á EM og vinna mótið. Svo sannarlega stór orð hjá þessum heillandi manni sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Máli sínu til stuðnings vísaði Keegan til öskubuskuævintýra Danmerkur 1992 og Grikklands 2004 en þau fóru bæði alla leið og unnu EM. Tólf ár liðu þar á milli og nú tólf árum eftir sigur Grikkja væri röðin komin að Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna,“ sagði Keegan. Hvort þessum fyrrverandi handhafa Gullboltans var alvara eða ekki er erfitt að segja en kenning Keegans er áhugaverð. Samkvæmt veðbönkum er íslenska liðið í 20. sæti yfir þau lið sem þykja líklegust til að vinna EM. Það eitt og sér er ágætis viðurkenning, að rúmlega 330.000 manna þjóð, sem er nýliði á stórmóti, sé líklegri en fjórar aðrar, þ. á m. Ungverjaland sem er með Íslandi í riðli, til að vinna EM. Það er auðvitað afar fjarlægur draumur að Aron Einar Gunnarsson lyfti Henry Delaunay bikarnum á Stade de France 10. júlí næstkomandi og líklega verður Ástþór Magnússon kosinn forseti áður en það gerist. En skrítnir hlutir hafa gerst á EM í gegnum tíðina og úrslitin þar eru ekki jafn fyrirsjáanleg og á HM. Til marks um það hafa níu þjóðir unnið 14 Evrópumót en átta þjóðir unnið 20 heimsmeistaramót. Og voru danska liðið sem vann EM í Svíþjóð 1992 og gríska liðið sem varð Evrópumeistari tólf árum síðar virkilega betri en það íslenska? Danir voru með tvo leikmenn í heimsklassa, Peter Schmeichel og Brian Laudrup, en flestir hinna í hópnum spiluðu í heimalandinu. Svo átti danska liðið upphaflega ekki að vera með á EM 1992 en datt inn rétt fyrir mót vegna stríðsástandsins í gömlu Júgóslavíu. Þrátt fyrir það unnu Danir ríkjandi Evrópumeistara Hollands og ríkjandi heimsmeistara Þýskalands á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum. Grikkir voru ekki með nein stór nöfn í sínu liði og flestir leikmannanna voru lítt þekktir fyrir mótið. Samt tókst þeim að vinna gestgjafana (Portúgal) tvisvar, ríkjandi Evrópumeistara (Frakkland) og besta liðið (Tékkland) á leið sinni að titlinum. Grikkir fóru alla leið á mögnuðum varnarleik og frábæru skipulagi þýska þjálfarans Ottos Rehhagel. Það þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp í Frakklandi og rúmlega það ef íslenska liðið ætlar að skapa ævintýri eins og Danir gerðu fyrir 24 árum og Grikkir 12 árum. Lykilmenn þurfa að haldast heilir og spila óaðfinnanlega og skipulag og vinnusemi verður að vera til staðar. Svo þurfa hlutirnir auðvitað að falla aðeins með liðinu eins og þeir gerðu með Dönum og Grikkjum. Möguleiki Íslands á að vinna EM 2016 er ekki mikill en hann er til staðar. Og kannski hefur Kevin Keegan rétt fyrir sér eftir allt.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Goðsögnin Kevin Keegan segir að Ísland muni endurtaka leik Dana frá 1992 og Grikkja frá 2004 og vinna EM í Frakklandi. Tólf ár liðu á milli sigra Danmerkur og Grikklands og samkvæmt því munstri ættu næstu Evrópumeistarar að koma úr óvæntri átt. Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari Englands, sagði á ráðstefnunni Business and Football, sem var haldin í Silfurbergi í Hörpu fyrir mánuði, að Ísland myndi fara alla leið á EM og vinna mótið. Svo sannarlega stór orð hjá þessum heillandi manni sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Máli sínu til stuðnings vísaði Keegan til öskubuskuævintýra Danmerkur 1992 og Grikklands 2004 en þau fóru bæði alla leið og unnu EM. Tólf ár liðu þar á milli og nú tólf árum eftir sigur Grikkja væri röðin komin að Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna,“ sagði Keegan. Hvort þessum fyrrverandi handhafa Gullboltans var alvara eða ekki er erfitt að segja en kenning Keegans er áhugaverð. Samkvæmt veðbönkum er íslenska liðið í 20. sæti yfir þau lið sem þykja líklegust til að vinna EM. Það eitt og sér er ágætis viðurkenning, að rúmlega 330.000 manna þjóð, sem er nýliði á stórmóti, sé líklegri en fjórar aðrar, þ. á m. Ungverjaland sem er með Íslandi í riðli, til að vinna EM. Það er auðvitað afar fjarlægur draumur að Aron Einar Gunnarsson lyfti Henry Delaunay bikarnum á Stade de France 10. júlí næstkomandi og líklega verður Ástþór Magnússon kosinn forseti áður en það gerist. En skrítnir hlutir hafa gerst á EM í gegnum tíðina og úrslitin þar eru ekki jafn fyrirsjáanleg og á HM. Til marks um það hafa níu þjóðir unnið 14 Evrópumót en átta þjóðir unnið 20 heimsmeistaramót. Og voru danska liðið sem vann EM í Svíþjóð 1992 og gríska liðið sem varð Evrópumeistari tólf árum síðar virkilega betri en það íslenska? Danir voru með tvo leikmenn í heimsklassa, Peter Schmeichel og Brian Laudrup, en flestir hinna í hópnum spiluðu í heimalandinu. Svo átti danska liðið upphaflega ekki að vera með á EM 1992 en datt inn rétt fyrir mót vegna stríðsástandsins í gömlu Júgóslavíu. Þrátt fyrir það unnu Danir ríkjandi Evrópumeistara Hollands og ríkjandi heimsmeistara Þýskalands á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum. Grikkir voru ekki með nein stór nöfn í sínu liði og flestir leikmannanna voru lítt þekktir fyrir mótið. Samt tókst þeim að vinna gestgjafana (Portúgal) tvisvar, ríkjandi Evrópumeistara (Frakkland) og besta liðið (Tékkland) á leið sinni að titlinum. Grikkir fóru alla leið á mögnuðum varnarleik og frábæru skipulagi þýska þjálfarans Ottos Rehhagel. Það þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp í Frakklandi og rúmlega það ef íslenska liðið ætlar að skapa ævintýri eins og Danir gerðu fyrir 24 árum og Grikkir 12 árum. Lykilmenn þurfa að haldast heilir og spila óaðfinnanlega og skipulag og vinnusemi verður að vera til staðar. Svo þurfa hlutirnir auðvitað að falla aðeins með liðinu eins og þeir gerðu með Dönum og Grikkjum. Möguleiki Íslands á að vinna EM 2016 er ekki mikill en hann er til staðar. Og kannski hefur Kevin Keegan rétt fyrir sér eftir allt.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00
Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45