Slegist um landsliðstreyjurnar Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2016 11:25 Valdimar og hans menn hafa staðið vaktina dag og nótt og hreinlega mokað út landsliðstreyjum og allskyns fylgihlutum. Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Sannkallað treyjuæði er nú ríkjandi á Íslandi. Landsliðstreyjuæði. Það má heita til marks um þá spennu sem er að byggjast upp fyrir EM. Erfitt er að meta það á þessu stigi hversu margar treyjur hafa selst að undanförnu en menn slá á að það séu um 15 þúsund treyjur. Treyjurnar kosta 12 þúsund krónur þannig að um verulega veltu er að ræða. Þeir hjá Jóa útherja, sem er sérhæfð knattspyrnuverslun, hafa ekki undan að afgreiða landsliðstreyjur. Það er hreinlega slegist um treyjurnar, allt sem kemur inn selst upp. „Þetta er stærra en jólin. Allir vilja vera í landsliðstreyju,“ sagði afgreiðslumaður í búðinni þegar Vísir grennslaðist fyrir um málið.Salan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Ýmsar treyjur eru í gangi; Tólfan er með sínar treyjur sem framleiddar eru af Henson og merktar Carlsberg, en þær eru ekki hinar opinberu landsliðstreyjur sem framleiddar eru af Errea, né heldur er um að ræða eftirlíkingar sem panta má hjá AliExpress eða aðrar eftirlíkingar sem víða má fá. En sé þeim bætt við má ætla, án ábyrgðar, að fleiri þúsund manns, jafnvel tug þúsund manna, munu klæðast þessum búningum næstu daga. Valdimar P. Magnússon er foringinn hjá Jóa útherja og sérfræðingur í þessum efnum. Hann segir sannkallað treyjuæði ríkja, alveg magnað og hann hefur ekki upplifað annað eins.Sá sem er vinsælastur meðal þeirra sem láta merkja treyjur sínar, sem eru flestir, er Gylfi Sigurðsson: Um 30 prósent vilja vera númer 10.visir/anton„Við höfum ekki undan að panta. Salan er miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Og þá verða alltaf einhver vandræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að nánast er slegist um treyjurnar þegar þær berast. „Það verða alltaf einhverjir fúlir en það verða allir að sýna skilning.“Staðið vaktina nú dag og nótt Valdimar er ekki alveg með heildartöluna á hreinu, þá hversu margar treyjur Jói útherji hefur afgreitt, en hann segir það um fjögur þúsund. Jói útherji er sennilega stærsti einstaki aðilinn sem höndlar með þessar treyjur en þær má vitaskuld fá í öllum helstu sportvöruverslunum um land allt þannig að heildartalan er miklu hærri. „Við erum búnir að standa vaktina dag og nótt í tvær vikur, við að selja og merkja. Það er annar handleggur. Allir vilja merkja sínar treyjur og vera með númer á bakinu. Sem er seinlegur prósess,“ segir Valdimar.Gylfi vinsælastur Sá sem er vinsælastur er Gylfi, en um þrjátíu prósent merkja sig honum. Guðjohnsen kemur þar á hæla og Sigþórsson er líkast til í þriðja sætinu. Auk þess vilja menn sín eigin nöfn á treyjurnar og ekkert endilega nöfn, það getur verið allskonar. Sérmerking á bak og framan á treyjurnar kostar þrjú þúsund krónur hjá Jóa útherja. „Svo erum við að selja öll hin löndin, þau eru með inni í þessu. Svo náttúrlega, þegar þú ert kominn í búninginn, þarftu meira en það. Réttu takkaskóna og fleira. Þar er líka æði í gangi. Menn þurfa að vera í nýjustu takkaskónum. Og þar eigum við oft það sem fólk er að biðja um.“ Valdimar gerir ráð fyrir því að mesti kúfurinn sé að baki, en það sé þó aldrei að vita. Og hann segir veltuna vissulega góða. „Þetta er náttúrlega gríðarlegur veltuhraði. Það hjálpar til. Þetta eru ekki lagervörur lengur.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira