Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2016 19:00 Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að á annað hundrað manns sjái um að gæta öryggis íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Portúgal í St. Etienne á þriðjudag en hefur síðustu daga æft í Annecy, þar sem liðið hefur bækistöðvar sínar. „Þetta gengur mjög vel. Við erum búnir að fara yfir þetta með þeim sem sjá um gæsluna og er allt eftir áætlun. Það hefur engu þurft að breyta,“ sagði Víðir en viðtalið við hann má sjá hér fyrir ofan. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi og Belgíu hafa öryggismálin verið í brennidepli í kringum Evrópumeistaramótið. En Víðir segir að gæslan í kringum öll liðin, líka það íslenska, sé eins og best verður á kosið. „Ég hugsa að það séu á annað hundrað manns í kringum þetta hér. Sem dæmi má nefna að við hreyfum ekki bílana okkar án þess að vera í lögreglufylgd og þá eru mótorhjól allt í kring. Það er farið með okkur eins og kónga.“ Þrátt fyrir stranga umgjörð og mikið umfang gæslunnar segir Víðir að það sé góð og afslöppuð stemning í kringum íslenska landsliðið. „Við leggjum áherslu á að öllum líði vel og hafi gaman. Enda hafa öryggisverðirnir haft orð á því að það komi þeim á óvart hvað það er létt yfir hópnum. Það er allt jákvætt, menn eru brosmildir og tilbúnir að spjalla.“ „Hér er enginn að hlaupa upp í rútu heldur eru þeir komnir hingað til að njóta þess að vera á mótinu.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30 Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
Sjáðu strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir Heimi í Annecy Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá opinni æfingu íslenska landsliðsins í Annecy og það er núna hægt að horfa aftur á hana. 10. júní 2016 09:30
Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. 10. júní 2016 11:00
Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36