Samherji Birkis mætir bróður sínum á EM á morgun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 17:45 Xhaka-bræðurnir. vísir/getty Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira
Albanía þreytir frumraun sína á stórmóti á morgun þegar liðið mætir Sviss í Lens í A-riðli á EM í Frakklandi. Þetta er auðvitað stór stund fyrir Albani og þá sérstaklega Taulant Xhaka sem mætir yngri bróður sínum, Granit Xhaka, nýjasta liðsmanni Arsenal, á morgun. Xhaka-bræðurnir eru fæddir í Basel í Sviss en foreldrar þeirra eru Kósóvó-Albanir. Taulant og Granit eru uppaldir hjá Basel og léku báðir með yngri landsliðum Sviss. Mikil tenging er á milli Albaníu og Sviss. Til marks um það eru fimm leikmenn í svissneska hópnum sem eiga ættir sínar að rekja til Albaníu og hvorki fleiri né færri en níu leikmenn í albanska hópnum eru fæddir og/eða uppaldir í Sviss.Granit Xhaka er nýjasti liðsmaður Arsenal.vísir/gettyÁrið 2013 gaf Taulant það út að hann væri tilbúinn að spila með A-landsliði Albaníu og hann var fyrst valinn í albanska landsliðshópinn í mars 2014. Hann þurfti þó að bíða fram í september eftir því að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Albaníu. Hann kom í 1-0 sigri á Portúgal. Granit lék hins vegar sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss 2011, aðeins 18 ára gamall. Hann er alls búinn að leika 43 landsleiki fyrir Sviss og skora sex mörk. Leiðir Xhaka-bræðranna hjá félagsliði skildu þegar Borussia Mönchengladbach keypti Granit af Basel 2012. Granit lék í fjögur ár með Gladbach en var seldur til Arsenal í sumar, eins og áður sagði. Taulant er enn í herbúðum Basel þar sem hann leikur með íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Þeir urðu svissneskir meistarar á nýafstöðnu tímabili. Þetta er í þriðja sinn sem bræður mætast á stórmóti í fótbolta en í fyrri tvö skiptin voru það Boateng-bræðurnir, Kevin-Prince og Jérome. Þeir eru báðir fæddir í Þýskalandi en Kevin-Prince spilar með Gana, heimalandi föður síns. Bræðurnir mættust bæði á HM 2010 og svo aftur á HM 2014. Þýskaland hafði betur, 1-0, á 2010 en í Brasilíu fyrir tveimur árum lyktaði leik Þjóðverja og Ganverja með 2-2 jafntefli. Þrír bræður leika á EM auk Xhaka-bræðranna. Lukaku-bræðurnir, Romelu og Jordan, leika með Belgíu, Jonny og Corry Evans með Norður-Írlandi og Vasili og Aleksei Berezutski með Rússlandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira