Íslenska treyjan næstflottust Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 17:00 Alfreð Finnbogason í Errea-treyjunni sem strákarnir okkar verða í á EM. vísir/eyþór Íslenska landsliðstreyjan sem strákarnir okkar spila í á Evrópumótinu í fótbolta er sú fjórtánda flottasta á mótinu samkvæmt lesendum Sky Sports en kosning var sett inn á heimasíðu breska íþróttafréttarisans í dag. Hún er næstflottust af liðunum fjórum í F-riðli Evrópumótsins. Errea-treyjan, sem tryggir KSÍ tugi milljóna í tekjur, var frekar umdeild þegar hún var kynnt á Íslandi í byrjun mars. Þjóðin missti sig á Twitter og tískurisinn Guðmundur Jörundsson sagði treyjuna svo ljóta að hún væri mannréttindabrot. Sala á treyjunni hefur engu að síður gengið vel og má segja að fólk sé að taka hana meira og meira í sátt. Strákarnir nota bláu heimatreyjuna væntanlega gegn Ungverjalandi í öðrum leik liðsins 18. júní. Aftur á móti má áætla að þeir verði í hvítu útivallartreyjunni gegn Portúgal í fyrsta leiknum 14. júní. Íslenska treyjan er, þegar þetta er skrifað, í fjórtánda sæti í heildarkosningunni með 31 þúsund jákvæð viðbrögð en 61 þúsund neikvæð viðbrögð. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því aðeins fjórar treyjur á mótinu fá fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð. Franski búningurinni ber af í kosningunni en hann fær 91 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 22 þúsund neikvæðum. Króatía og Tyrkland koma næst á eftir Frökkunum. Portúgal er með langflottasta búninginn í F-riðli en hann er sá fjórði og síðasti sem fær fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð (58 þúsund á móti 45 þúsundum). Ísland er með næst flottasta búninginn í F-riðli en Austurríkismenn eru í fimmtánda sæti, einu sæti á eftir Íslandi, með 26 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 62 þúsund neikvæðum. Ungverjar eru í 19. sæti af 24 en treyjan þeirra fær 20 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 63 þúsund neikvæðum.Hér má sjá allan listann og hjálpa strákunum okkar eða treyjunni okkar að komast ofar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30 Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50 Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Íslenska landsliðstreyjan sem strákarnir okkar spila í á Evrópumótinu í fótbolta er sú fjórtánda flottasta á mótinu samkvæmt lesendum Sky Sports en kosning var sett inn á heimasíðu breska íþróttafréttarisans í dag. Hún er næstflottust af liðunum fjórum í F-riðli Evrópumótsins. Errea-treyjan, sem tryggir KSÍ tugi milljóna í tekjur, var frekar umdeild þegar hún var kynnt á Íslandi í byrjun mars. Þjóðin missti sig á Twitter og tískurisinn Guðmundur Jörundsson sagði treyjuna svo ljóta að hún væri mannréttindabrot. Sala á treyjunni hefur engu að síður gengið vel og má segja að fólk sé að taka hana meira og meira í sátt. Strákarnir nota bláu heimatreyjuna væntanlega gegn Ungverjalandi í öðrum leik liðsins 18. júní. Aftur á móti má áætla að þeir verði í hvítu útivallartreyjunni gegn Portúgal í fyrsta leiknum 14. júní. Íslenska treyjan er, þegar þetta er skrifað, í fjórtánda sæti í heildarkosningunni með 31 þúsund jákvæð viðbrögð en 61 þúsund neikvæð viðbrögð. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því aðeins fjórar treyjur á mótinu fá fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð. Franski búningurinni ber af í kosningunni en hann fær 91 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 22 þúsund neikvæðum. Króatía og Tyrkland koma næst á eftir Frökkunum. Portúgal er með langflottasta búninginn í F-riðli en hann er sá fjórði og síðasti sem fær fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð (58 þúsund á móti 45 þúsundum). Ísland er með næst flottasta búninginn í F-riðli en Austurríkismenn eru í fimmtánda sæti, einu sæti á eftir Íslandi, með 26 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 62 þúsund neikvæðum. Ungverjar eru í 19. sæti af 24 en treyjan þeirra fær 20 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 63 þúsund neikvæðum.Hér má sjá allan listann og hjálpa strákunum okkar eða treyjunni okkar að komast ofar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30 Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50 Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Sjá meira
Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30
Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30
Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50
Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40
Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00
Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36