Fótbolti

Emil: Þetta er bara kjaftæði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Í morgun bárust fréttir af því að Emil Hallfreðsson væri að glíma við meiðsli eftir æfinguna í gær eins og Vísir hefur fjallað um.

Við hittum Emil á hóteli íslenska landsliðsins í dag sem sagði að þetta væri einfaldlega rangt.

Sjá einnig: Emil og Elmar glíma við meiðsli

„Þetta er bara kjaftæði. Misskiliningur. Það var fundur í gær þar sem spurt var hverjir væru meiddir og Theodór Elmar sagði „Emmi.“ En það rétt er að Theodór Elmar er sá eini sem er meiddur,“ sagði Emil. „Ég er hundrað prósent.“

Hann segir annars að dvölin hafi verið góð á hótelinu í Annecy en umhverfið er glæsilegt, sem og hótelið sjálft líka. Þetta er þó eitthvað sem Emil þekkir vel eftir að hafa spilað lengi á Ítalíu.*

Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis fylgdi strákunum okkar eftir á hótelinu

„Þetta er svipaður fílíngur. Við erum hérna við vatn, gott kaffi og hér er auðvelt að slaka á.“

Hann segist því ekki hafa verið uppnuminn af hrifningu við það að koma inn á hótelið í Annecy.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fer á hótel. Við erum alltaf á hótelum á Ítalíu og þetta er því kannski svolítið venjulegt fyrir mig.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×