Fótbolti

Tyrki sem hefur rekið Nani útaf dæmir á þriðjudag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cüneyt Çakır dæmir leikinn stóra á þriðjudaginn.
Cüneyt Çakır dæmir leikinn stóra á þriðjudaginn. vísir/getty
Cüneyt Çakır mun dæma leik Íslands og Portúgals í fyrsta leik Ísland á stórmóti í knattspyrnu karla á þriðjudaginn, en leikið verður í Saint-Etienne.

Tyrkinn er harður í horn að taka og þann 5. mars dæmdi hann meðal annars síðasta Evrópuleik Sir Alex Ferguson sem stjóri Manchester United.

Hann dæmdi þá leik Man. Utd og Real Madrid, en hann rak meðal annars Nani, leikmann United og einnig Portúgal, útaf í síðari hálfleik við litla hrifningu United-manna.

Nani verður í eldlínunni á þriðjudaginn með Portúgal og það er spurning hvort Cüneyt Çakır reki hann aftur útaf.

Çakır hefur verið FIFA-dómari frá árinu 2006 og dæmt í Meistaradeild Evrópu frá 2010. Í ár dæmdi hann svo tvo mismunandi undanúrslitaleiki, en hann verður sá fyrst til að gera það.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×