Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 16:22 Lars Lagerbäck gefur sér ekki mikinn tíma til að horfa á EM á meðan hann er á EM. vísir/vilhelm „Þetta er alveg frábær staður sem við fundum,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þegar blaðamaður Vísis settist með honum úti á verönd á liðshóteli strákanna okkar í Annecy í dag. Sólin skín í Annecy og bærinn skartar sínu fegursta. Strákarnir hafa það gott á hótelinu sem og þjálfararnir og starfsliðið og Lars er ánægður. „Ef við horfum bara á þetta landfræðilega þá erum við að frábærum stað. Svo erum við alveg einir sem ég hef aldrei upplifað áður,“ sagði Svíinn. „Leikmennirnir hafa allt til alls hérna á hótelinu; sjúkraherbergið, afþreyingu, matsalinn, fundarsalinn, ræktina. Bara allt er í hjarta hótelsins. Vegna þess er þetta alveg frábært. Ég er ekkert að leita að neinum lúxus þegar kemur að hótelum heldur þægindum.“ „Við gistum aldrei svona þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Við vorum alltaf á stærri hótelum,“ sagði Lars. Nokkrir strákanna og hluti af starfsliðinu sat í mestu makindum í öðrum af tveimur „bíósölum“ hótelsins og fylgdist með leik Sviss og Albaníu. Lars var ekki þar á meðal þar sem hann var upptekinn í viðtölum. „Vanalega hefur maður ekki tíma til að horfa á leikina en maður reynir alltaf að sjá eins mikið og hægt er. Ég vel samt alltaf leikina út frá því hvort við gætum mætt öðru hvoru liðinu eða báðum seinna meir eða hvort ég þekki viðkomandi lið einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Lars.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Heimaþjóð hans, Svíþjóð, er hin Norðurlandaþjóðin á Evrópumótinu en eins og allir vita þjálfaði Lars Svíana um árabil og fór með þá á fimm stórmót. Hann stefnir ekkert sérstaklega að því að fylgjast með "sínum" mönnum. „Ég hef ekki séð Svíþjóð spila í beinni í mörg ár eða síðan ég byrjaði að þjálfa Ísland. Ég hef ekki séð heilan leik einu sinni. Ég hef bara séð hluta af leikjunum en ég þekki þá nú ansi vel,“ sagði Lars Lagerbäck brosandi að lokum. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
„Þetta er alveg frábær staður sem við fundum,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þegar blaðamaður Vísis settist með honum úti á verönd á liðshóteli strákanna okkar í Annecy í dag. Sólin skín í Annecy og bærinn skartar sínu fegursta. Strákarnir hafa það gott á hótelinu sem og þjálfararnir og starfsliðið og Lars er ánægður. „Ef við horfum bara á þetta landfræðilega þá erum við að frábærum stað. Svo erum við alveg einir sem ég hef aldrei upplifað áður,“ sagði Svíinn. „Leikmennirnir hafa allt til alls hérna á hótelinu; sjúkraherbergið, afþreyingu, matsalinn, fundarsalinn, ræktina. Bara allt er í hjarta hótelsins. Vegna þess er þetta alveg frábært. Ég er ekkert að leita að neinum lúxus þegar kemur að hótelum heldur þægindum.“ „Við gistum aldrei svona þegar ég þjálfaði Svíþjóð. Við vorum alltaf á stærri hótelum,“ sagði Lars. Nokkrir strákanna og hluti af starfsliðinu sat í mestu makindum í öðrum af tveimur „bíósölum“ hótelsins og fylgdist með leik Sviss og Albaníu. Lars var ekki þar á meðal þar sem hann var upptekinn í viðtölum. „Vanalega hefur maður ekki tíma til að horfa á leikina en maður reynir alltaf að sjá eins mikið og hægt er. Ég vel samt alltaf leikina út frá því hvort við gætum mætt öðru hvoru liðinu eða báðum seinna meir eða hvort ég þekki viðkomandi lið einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Lars.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Heimaþjóð hans, Svíþjóð, er hin Norðurlandaþjóðin á Evrópumótinu en eins og allir vita þjálfaði Lars Svíana um árabil og fór með þá á fimm stórmót. Hann stefnir ekkert sérstaklega að því að fylgjast með "sínum" mönnum. „Ég hef ekki séð Svíþjóð spila í beinni í mörg ár eða síðan ég byrjaði að þjálfa Ísland. Ég hef ekki séð heilan leik einu sinni. Ég hef bara séð hluta af leikjunum en ég þekki þá nú ansi vel,“ sagði Lars Lagerbäck brosandi að lokum. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06
Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51