Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 17:02 Aron Einar Gunnarsson í rólegheitum á hótelinu í dag. vísir/vilhelm „Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22