Emil: Er í plús í pókernum og þannig verður það Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 08:00 Emil Hallfreðsson nýtur lífsins í villunni með strákunum okkar. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22