Alfreð: Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 13:00 Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason koma báðir sjóðheitir á EM. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
„Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30
Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15
Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00