Fótbolti

Strákarnir okkar "under cover“ í Annecy

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Theodór Elmar með strákunum á hótelinu í Annecy.
Theodór Elmar með strákunum á hótelinu í Annecy. Vísir/Vilhelm
Öryggisgæsla er afar mikil í kringum landsliðsmennina okkar á Evrópumótinu í Frakklandi. Þeir dvelja á Les Trésoms hótelinu í Annecy og halda mest til á hótelinu. Þeir mega þó yfirgefa svæðið undir ströngum reglum.

„Við megum fara af hótelinu en þetta er svolítið strangt,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. Hótelið er staðsett í nokkurri hæð þar sem er afar fallegt útsýni yfir Annecy og samnefnt vatn í bænum.

„Maður þarf að skrifa nákvæmlega hvar maður er, fá leyfi hjá security mönnum,“ segir Elmar en vopnaðir verðir fylgja okkar mönnum eftir hvert fótmál. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði greindi frá því í viðtali á Vísi hvernig upplifun það hefði verið að fara með einum gæslumannanna í golf. Sá hafði verið með leyniskytturiffil í golfbílnum

„Þetta er svolítið sérstakt,“ segir Elmar og bætir við að þeir megi ekki vera í KSÍ fötunum þegar þeir eru á meðal almennilegs. Því má segja að þeir séu „under cover“ í Annecy, eða hvað? „Já,“ segir Elmar sem er vel stemmdur fyrir mótinu.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×