Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 13:00 Aron Einar Gunnarsson í viðtali á liðshóteli strákanna. vísir/vilhelm liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00