Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson á æfingu íslenska liðsins. vísir/Epa Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti