Sverrir Ingi: Lít ekki á mig sem byrjunarliðsmann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 12:00 Sverrir Ingi á sjúkrabekknum á hóteli íslenska liðsins í Annecy. Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira