Fótbolti

Hodgson: Bale má hafa sína skoðun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. vísir/getty
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var ekki hrifinn af ummælum Walesverjans Gareth Bale að það væri meiri ástríða í velska liðinu en því enska.

Bale sagði þess utan að Englendingar töluðu sjálfa sig alltaf upp áður en þeir væru búnir að gera nokkurn skapaðan hlut.

Liðin mætast í næsta leik á EM og spennan á milli nágrannaþjóðanna er augljóslega farin að magnast.

„Að fá dónaleg skilaboð er hluti af boltanum. Ég tala aldrei um annað fólk. Síðast var Akinfeev að segja að við værum lélégasta liðið í efsta styrkleikaflokki og nú er komið að Bale,“ sagði Hodgson ekki hrifinn.

„Hann má hafa sína skoðun en persónulega hef ég engar efasemdir um okkar metnað fyrir landsliðinu og löngun okkar til að gera vel fyrir England. Ef hann trúir öðru þá verður hann bara að eiga það við sjálfan sig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×