Fótbolti

Fjölmiðlamenn elta landsliðið til Saint-Étienne

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir á Fótbolti.net yfirgefa hótelið sitt í morgun með bros á vör þrátt fyrir vætuna í Annecy.
Strákarnir á Fótbolti.net yfirgefa hótelið sitt í morgun með bros á vör þrátt fyrir vætuna í Annecy. Vísir/Vilhelm
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu og fylgdarlið þeirra héldu í morgun frá alpabænum Annecy áleiðs til Saint-Étienne þar sem strákarnir okkar mæta Portúgölum annað kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, klukkan 21 að staðartíma. 

Strákarnir æfa á keppnisleikvanginum í dag og fá blaðamenn og myndatökumenn að fylgjast með fyrstu fimmán mínútum af æfingunni. Fyrir æfinguna munu Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson sitja fyrir svörum á blaðamannafundi ásamt öðrum landsliðsþjálfaranum áður en æfingin hefst.

Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu og Haukur Harðarson á RÚV á leið upp í rútu.Vísir/Vilhelm
Í hópi fjölmiðlamanna má auk fimm starfsmanna íþróttadeildar og fréttastofu 365 miðla finna fulltrúa frá Fótbolti.net, 433.is, Morgunblaðinu og RÚV.

Þá er Jóhann Ólafur SIgurðsson, fyrrverandi markvörður Selfyssinga, á vefum UEFA.com í Frakklandi og fylgir íslenska liðinu eftir. Alls voru 17 fjölmiðlamenn í rútuferðinni frá Annecy í morgun en aksturinn til Saint-Étienne tók 2,5 klukkustund.

Íslenskir fjölmiðlamenn byrjaðir að vinna í Saint-Étienne.Vísir/Vilhelm
Í blaðamannaaðstöðunni við Stade Geoffroy-Guichard leikvanginn í Saint-Étienne hitti hópurinn fyrir Hjört Júlíus Hjartarson, skipstjóra á Akraborginni á X977, og teymi Símans með Gumma Ben í fararbroddi en Gummi er sem kunnugt er í láni hjá Símanum frá íþróttadeild 365 á meðan á EM stendur.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365). 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×