Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 17:15 Vardy-fjölskyldan og Englandsbikarinn. Vísir/Getty Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira