Ólafur Ragnar á leið á EM: Hætti að spá eftir jafnteflið gegn Frökkum '98 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2016 18:04 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi annað kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira