Fótbolti

Ferðalok og Quarashi hljóma í Saint-Étienne | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skál. Íslendingunum leiðist ekki.
Skál. Íslendingunum leiðist ekki. vísir/vilhelm
Íslenskir stuðningsmenn eru fyrirferðamiklir í Saint-Étienne í dag og ekki að ósekju. Reiknað er með því að um átta þúsund stuðningsmenn muni öskra úr sér lungun þegar okkar menn mæta Portúgal í fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti klukkan 21 að staðartíma í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma.

Íslendingar hafa safnast saman bæði við aðallestarstöðina og einnig í hjarta borgarinnar þar sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók meðfylgjandi myndir. Þar höfðu Rafn Árnason og félagar náð góðu samkomulagi við bareiganda nokkurn og hafa íslensk lög fengið að hljóma í morgun.

Má nefna Ferðalog og Stick'em up með Quarashi sem dæmi. 

Reiknað er með því að þegar nær dregur leik muni stór hluti fara á stuðningsmannasvæðið, svokallað fan zone, í grennd leikvangsins en það verður opnað klukkan 15.

Portúgalskir stuðningsmenn eru sömuleiðis á svæðinu og fer ágætlega á með þeim og íslenskum stuðningsmönnum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).

 

vísir/vilhelm
vísir/tom
vísir/tom
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Stærsta stundin í sögu íslenska fótboltans

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi þegar það mætir Cristiano Ronaldo og félögum í Saint-Étienne í kvöld. Fyrirliðinn segist ótrúlega stoltur af því að fá að spila fyrir íslenska þjóð og annar þjálfarinn segir þetta stærstu stundina í íslenskri fótboltasögu.

Politiken heldur með Íslandi

Það er ekki leiðinlegt að opna vefsíðu danska fjölmiðilsins Politiken í dag. Þar er tekið á móti fólki með íslenska fánanum og orðunum: Áfram Ísland.

Rússar komnir á skilorð

Það er eins gott fyrir stuðningsmenn rússneska landsliðsins að haga sér almennilega það sem eftir er af EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×