Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur 14. júní 2016 21:04 Hannes var valinn maður leiksins af Vísi í kvöld, en hann átti frábæran leik. vísir/getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30