Kári: Vissum alltaf hvar Ronaldo var Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:19 Kári í leiknum í kvöld. vísir/getty Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik. „Þetta var helvíti erfiður fyrri hálfleikur. Þeir fengu færi til að skora, en Hannes bjargaði okkur í skallanum hjá Nani. Hannes var frábær í dag, ég ætla bara að taka það fram," sagði Kári við fjölmiðlamenn. „Í síðari hálfleik vorum við bara með þetta undir control. Þeir voru ekkert að hóta okkur, en þetta eru frábærir leikmenn og allt það." Mark Íslands í upphafi síðari hálfleiks virtist slá Portúgalana aðeins út af laginu. „Við sögðum fyrir leikinn að við ætluðum að halda okkur við okkar fótbolta þrátt fyrir að þeir myndu skora, en ekki að fara elta leikinn og fá þá annað í bakið." „Við héldum okkur við það plan og skoruðum snemma í síðari hálfleik. Við hefðum alveg getað stolið þessu." Kári og Ragnar náðu mjög vel saman í miðri vörninni og menn eins og Cristiano Ronaldo sáust ekki löngum tímum saman. „Eins og við höfum sýnt þá er það hægara sagt en gert að skora á móti okkur. Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur og þeir komust upp auðveldlega hægra megin hjá sér." „Ég veit ekki hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að hlaupa út, en mér finnst eins og ég varð að gera. Þetta var "split-second" ákvörðun og ég held að ég geti komið í veg fyrir fyrirgjöfina." „Þar af leiðandi skil ég einn eftir inn í teiginn og við náum ekki færslunni yfir. Þetta er svona tappinn. Fyrir utan það og skallann þá er þetta fáir sénsar sem við fáum á okkur." Hvernig fannst Kára ganga að hemja stórstjörnuna, Ronaldo, í kvöld? „Við erum nátturlega með frábært samstarf ég og Raggi. Við tölum mikið saman og við vissum allan tímann hvar hann var. Hann er nátturlega stórhættulegur inn í teig, en það var komið í veg fyrir flesta krossa og við dekkuðum hann svo bara í teignum," sagði Kári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30