Fótbolti

Alfreð: Við vitum að við erum góðir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð var nærri því að skora í kvöld.
Alfreð var nærri því að skora í kvöld. Vísir/EPA
Alfreð Finnbogason átti góða innkomu í seinni hálfleik í leik Íslands gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. Hann var mjög nálægt því að skora á síðustu mínútum leiksins þegar hann fékk gott færi í markteig Portúgals en inn vildi boltinn ekki.

„Ég var á milli þess að taka hann í nær eða fjær en ég endaði á að negla boltanum beint á markið. þetta var eitt af fáum færum sem við fengum þarna í lokin og það hefði verið mjög sætt að sjá hann inni,“ sagði Alfreð sem reiknar með því að úrslit kvöldsins muni kveikja enn frekar í mannskapnum.

„Þetta mun gefa okkur rosalega mikið. Sjálfstraustið hjá okkur er mjög hátt. Við vitum að við erum góðir. Að byrja þetta svona mun bara gefa okkur byr undir báða vængi,“ segir Alfreð sem var gríðarlega ánægður með íslensku stuðningsmennina sem stóðu sig ekki síður í stúkunni en landsliðið inn á vellinum.

„Það var fáránlega gaman að sjá íslensku stuðningsmenninna alveg tryllta í stúkunni. Það munaði um að hafa alla þjóðina með sér.“


Tengdar fréttir

Kári: Vissum alltaf hvar Ronaldo var

Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×