Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór grípur vel inn í einu sinni sem oftar í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var að margra mati, þar á meðal íþróttafréttamanna Vísis, maður leiksins í Saint-Étienne í kvöld. Leikstjórinn varði og varði þar á meðal einu sinni á undraverðan hátt frá Nani af stuttu færi í fyrri hálfleiknum. „Við áttum náttúrulega bara að vinna þetta,“ sagði Hannes Þór og hló, vitanlega ánægður með kvöld. „Okkur líður auðvitað mjög vel. Þetta var auðvitað eitt besta lið í heimi og fyrsti leikurinn okkar á stórmóti. Við bara áttum þetta skilið. Við ununm fyrir þessu, vörðumst frábærlega sem liðsheild,“ sagði Hannes Þór. „Svo náttúrulega þessi tilfinning að spila fyrsta leik á stórmóti fyrir ísland, vera með 7-8 þúsund manns á bak við okkur, stórfjölskylduna og alla vinina,“ sagði Hannes greinilega í skýjunum. Hannes var spurður út í vörsluna í fyrri hálfleiknum frá Nani. Þá varði hann skalla Portúgalans af stuttu færi með fótunum. Nani skilur enn ekki hvernig hann skoraði ekki. „Hún verður tekin nokkrum sinnum í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Hannes Þór hlæjandi. Auðvitað var varslan engin heppni, þetta voru viðbrögð. „Að sjálfsögðu, ég þurfti að hreyfa fótinn til að verða fyrir honum. Við æfum þetta mikið daginn fyrir leik, krossa, skot og skalla af stuttu færi,“ sagði Hannes. „Mér leið vel í gær og grunaði að þetta gæti orðið góður dagur.“ Veganestið er gott í keppninni. „Þetta var sterkur puktur, frábær fyrir sjálfstraustið, þetta verður jafn riðill, óvænt úrslit í dag. Lykilleikurinn verður á móti Ungverjum. Við verðum að vinna næsta leik. Ef við gerum það gætum við verið í góðri stöðu.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira