Mamma Alfreðs: „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2016 22:30 Vísir/Vilhelm Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira