Jóhann Berg: Frábært að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2016 19:15 Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fagnar því að fleiri séu farnir að halda með Íslandi en strákarnir okkar eru orðnir uppáhaldslið ansi margra á EM í Frakklandi eftir frækna frammistöðu gegn Portúgal á þriðjudaginn. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn. Það er nokkuð ljóst. Er þetta ekki alltaf svona með litla liðið? Það fær alltaf mikinn stuðning og við finnum alveg fyrir því. Við sjáum á umfjölluninni um leikinn þegar Ronaldo sagði þetta um okkur að hann var jarðaður í fjölmiðlum eftir það. Það var fínt og frábært að sjá fyrir okkur að sjá að það eru ekki bara Íslendingar á vagninum heldur fleiri,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag. Kári Árnason er, eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins, enn að reyna að ná að átta sig á stemningunni sem íslensku stuðningsmennirnir mynduðu í Saint-Étienne á þriðjudagskvöldið þar sem stúkan á Satade Goefrrey-Guicard var máluð blá. „Maður bjóst ekki við að 7-8 þúsund Íslendingar myndu þagga niður í heilum velli. Þetta var náttúrlega framar öllum vonum,“ sagði Kári. „Íslendingar eru þannig að þeir lifa í núinu og finnst gaman þegar vel gengur. Það er ekkert að því. Það er bara mikilvægt að leikmenn haldi sér á jörðinni og taki einn leik í einu.“ Á morgun er 17. júní, sjálfur þjóðhátíðardagurinn, dagurinn sem Íslendingar fagna sjálfstæði sínu. Norskur blaðamaður sem sat fundinn í dag vildi vita hvort strákarnir okkar ætluðu eitthvað að fagna á morgun en Jóhann Berg vissi hreinlega ekki um hvað maðurin var að tala. Einbeitingin á EM er svo mikil. „Fagna, á morgun eftir æfingu? Er hann á morgun? Nei við erum ekki að einbeita okkur að því og fögnum ekki. Vonandi fögnum við bara eftir næsta leik,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson og allir hlógu í salnum. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45 Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15 Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00 Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00 Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Jói Berg um orð Eiðs Smára fyrir leik: Þau voru mjög góð og höfðu áhrif á hópinn Reynslumesti leikmaður íslenska liðsins sagði nokkur orð á liðsfundi fyrir leikinn gegn Portúgal sem skipti sköpum. 16. júní 2016 13:45
Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag Kári Árnason segir að Ísland ætli sér að vinna Ungverjaland á laugardag en sé ekki að hugsa málið lengra en það. 16. júní 2016 20:15
Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. 16. júní 2016 16:00
Sjö mínútur af gæsahúð: Útvarpsmaður og fyrrum leikmaður Man. Utd voru Íslendingar í einn dag Colin Murray og Keith Gillespie fóru á leik Íslands og Portúgals og gerðu hreint magnað innslag. 16. júní 2016 11:00
Ronaldo verður að Rögnvaldi Reginskitu Kristinn R. Ólafsson í Madríd er búinn að endurskíra Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans í garð íslenska landsliðsins. 16. júní 2016 17:00