Fótbolti

Öruggt hjá Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morata fagnar eftir að hafa komið Spánverjum yfir.
Morata fagnar eftir að hafa komið Spánverjum yfir. vísir/getty
Evrópumeistarar Spánar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Tyrkland að velli í D-riðli á EM í Frakklandi í kvöld. Lokatölur 3-0, Spánverjum vil og þeir eru komnir áfram í 16-liða úrslit.

Spænska liðið var miklu sterkari aðilinn í leiknum í Nice í kvöld, var 57% með boltann og 92% sendinga Spánverja rötuðu á samherja.

Álvaro Morata kom Spáni yfir með skalla eftir fyrirgjöf Nolitos á 34. mínútu og sá síðarnefndi jók muninn í 2-0 þremur mínútum síðar. Þetta var sjötta mark Nolitos í 12 landsleikjum.

Morata bætti svo þriðja markinu við á 48. mínútu og gulltryggði sigurinn. Markið var afar fallegt og kom eftir langa sókn og góðan undirbúning Jordi Alba og Andrés Iniesta sem átti stórleik í kvöld.

Spánverjar eru nú ósigraðir í 14 leikjum í röð á EM og verða að teljast líklegir til afreka í Frakklandi.

Tyrkir hafa tapað báðum sínum leikjum og ekki enn skorað mark. Þeir eiga þó enn von um komast áfram í 16-liða úrslit.

Morata og Nolito koma Spánverjum í 2-0 Morata skorar sitt annað mark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×