Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 14:24 Iron Maiden-vélin sem flutti hljómsveitina á milli áfangastað í tónleikaferðalagi þeirra um heiminn er nú notuð til að flytja Íslendinga á EM í Frakklandi. Vísir/EPA „Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
„Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52
Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25