Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2016 21:41 Það var mikil reikistefna á vellinum í Saint-Étienne í dag. vísir/getty Króatía má búast við refsingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna skrílsláta hóps stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Tékklandi í Saint-Étienne í dag. Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var blysum kastað inn á völlinn, fyrir aftan tékkneska markið. Einnig brutust út slagsmál á meðal króatísku stuðningsmannanna. Enski dómarinn Mark Clattenburg gerði nokkurra mínútna hlé á leiknum á meðan blysin voru hreinsuð af vellinum. Hléið virtist fara illa í leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark skömmu eftir að Clattenburg flautaði leikinn aftur á. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Eftir leikinn sendi UEFA frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að uppákoman á Saint-Étienne yrði tekin til skoðunar á morgun.Ante Cacic var mikið niðri fyrir eftir leik.vísir/gettyAnte Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, fordæmdi hegðun þessara stuðningsmanna liðsins. „95% af stuðningsmönnum Króata þurfa að skammast sín fyrir hegðun nokkurra skemmdra epla. Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn og þeir gera bara það sem þeim sýnist. Þetta eru ekki stuðningsmenn heldur fótboltabullur,“ sagði Cacic eftir leikinn. Króatar voru þegar undir smásjánni hjá UEFA eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn til að fagna marki Luka Modric í leiknum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Svona vandræði í kringum stuðningsmenn Króatíu eru ekki ný af nálinni. Gera þurfti hlé á leik Króata og Ítala í Mílanó í undankeppni EM vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna Króatíu. Þá var dregið stig af Króatíu vegna þess að hakakross var sleginn í völlinn í Split og þeim gert að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Króatía má búast við refsingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna skrílsláta hóps stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Tékklandi í Saint-Étienne í dag. Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var blysum kastað inn á völlinn, fyrir aftan tékkneska markið. Einnig brutust út slagsmál á meðal króatísku stuðningsmannanna. Enski dómarinn Mark Clattenburg gerði nokkurra mínútna hlé á leiknum á meðan blysin voru hreinsuð af vellinum. Hléið virtist fara illa í leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark skömmu eftir að Clattenburg flautaði leikinn aftur á. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Eftir leikinn sendi UEFA frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að uppákoman á Saint-Étienne yrði tekin til skoðunar á morgun.Ante Cacic var mikið niðri fyrir eftir leik.vísir/gettyAnte Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, fordæmdi hegðun þessara stuðningsmanna liðsins. „95% af stuðningsmönnum Króata þurfa að skammast sín fyrir hegðun nokkurra skemmdra epla. Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn og þeir gera bara það sem þeim sýnist. Þetta eru ekki stuðningsmenn heldur fótboltabullur,“ sagði Cacic eftir leikinn. Króatar voru þegar undir smásjánni hjá UEFA eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn til að fagna marki Luka Modric í leiknum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Svona vandræði í kringum stuðningsmenn Króatíu eru ekki ný af nálinni. Gera þurfti hlé á leik Króata og Ítala í Mílanó í undankeppni EM vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna Króatíu. Þá var dregið stig af Króatíu vegna þess að hakakross var sleginn í völlinn í Split og þeim gert að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira