EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. vísir/epa „Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
„Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira