EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. vísir/epa „Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
„Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira