Mótherjar dagsins frá Ungverjalandi: Forna stórveldið komið aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 07:00 Adam Szalai skorar fyrra mark Ungverja gegn Austurríki. vísir/getty Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira