Munum sýna á okkur aðra hlið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 09:00 Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemmning í Marseille í gær. vísir/vilhelm „Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
„Nú fáum við tækifæri til að sýna aðra hlið á okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundi í Marseille í gær. Vísaði hann til þess að Ísland hafi verið í miklu varnarhlutverki gegn Portúgal á þriðjudag en að leikurinn gegn Ungverjalandi í dag yrði allt annars eðlis. Hann er lykilleikur fyrir bæði lið upp á framhaldið að gera. Sigur myndi svo gott sem tryggja áframhaldandi þátttöku og líklegt er að Ungverjum myndi duga jafntefli til þess. Ísland má búast við því að það stjórni leiknum meira en strákarnir gerðu gegn Portúgal, að sögn Heimis. „Ég reikna með því að við fáum að hafa boltann meira og spurning hversu vel okkur tekst að nýa það. Það verður að hafa í huga að Ungverjar voru afar klókir í að vinna boltann af Austurríkismönnum.“ Ungverjar hafa komið einna liða mest á óvart á mótinu með því að skella Austurríki, sem margir reiknuðu með að yrði sterkt á EM í Frakklandi, 2-0 á þriðjudag. „Frammistaða Ungverjalands kom mér ekki á óvart,“ sagði Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis. „Við höfum séð að Ungverjaland er á uppleið og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim. Það sem kom mér helst á óvart er að Ungverjaland lét Austurríki ekki líta nógu vel út. Við eigum von á góðum leik og við þurfum að spila vel sem lið,“ sagði Svíinn enn fremur.Engar áhyggjur af meiðslum Aron Einar Gunnarsson var tæpur í nára fyrir leikinn gegn Portúgal en segir að það hafi í raun aldrei komið til greina hjá honum að missa af leiknum. Aðrir hefðu verið stressaðri en hann. „Það var bara spurning um hversu lengi ég myndi endast en ég fann ekki fyrir þessu. Ég er betri núna en áður og er ég jákvæður á framhaldið,“ sagði fyrirliðinn sem reiknar með að leikurinn á morgun verði viðureign tveggja jafnra liða. „Þetta verður stál í stál. Ungverjaland er með virkilega sterkt lið og er hugarfarið þeirra svipað og hjá okkur. Þetta er bara spurning um hvernig við komum til leiks og mætum þeim. Ég stórefa að Ungverjar muni spila upp á jafntefli,“ sagði Aron Einar í gær. Heimir og Aron voru sammála um að þetta yrði slagur tveggja sterkra varnarliða og að leikurinn myndi bera keim af því. „Þetta verður erfiður leikur. Eitt mark gæti klárað og það er vonandi að það detti okkar megin,“ sagði Aron Einar.Ætlum okkur þrjú stig Kolbeinn Sigþórsson segir að sjálfstraustið í íslenska liðinu sé gott eftir jafnteflið gegn Portúgal. „Það var gott að ná að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir gegn jafn sterku liði og Portúgal,“ segir Kolbeinn sem segir þó engan vafa á því hvað Ísland ætlar sér að gera í leiknum. „Bara svo það sé alveg á hreinu þá ætlum við að fara í leikinn til að ná í öll þrjú stigin. Bæði lið munu hugsa þannig og við erum við öllu búnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira