Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 19:00 Heimir Hallgrímsson í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að það hafi verið hljótt inni í búningsklefa íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Ungverjalandi í dag. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli en Ungverjar skoruðu jöfnunarmark sitt á lokamínútum leiksins er Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsamark. „Það var dapurt inn í búningsklefa inni í leik. Eins og hjá öllum liðum sem fá á sig mark í lok leikja. Það er svolítið sérstakt. Við fögnuðum einu stigi gegn Portúgal en grátum nú stig gegn Ungverjalandi, eins kjánalega og það hljómar,“ sagði Heimir. Hann hrósaði Ungverjum fyrir frammistöðu sína í leiknum og sagði þá vera með virkilega gott lið. „Þeir sem munu vanmeta þá munu þjást. En við héldum boltanum illa og vorum ekki nógu þéttir í lokin. Þeir hlupu líka meira en við og settu svo tvo sóknarmenn inn á.“ „Við hefðum átt að refsa þeim fyrir að taka þá áhættu en hún borgaði sig á endanum fyrir þá. Stundum gerist það,“ sagði Heimir.Héldum boltanum ekki nógu vel Hann játti því að spennustigið hafi líklega verið of hátt fyrir leikmenn íslenska liðsins. „Það var munur á okkur og ungverska liðinu. Kannski voru það stigin þrjú sem þeir höfðu fyrir leikinn. Við héldum boltanum ekki vel og þeir spiluðu vel úr pressunni okkur. Þetta leit þægilega út fyrir þá.“ „En við fengum betri færi í leiknum. Að vissu leyti gátum við nýtt okkur það að vera minna með boltann en það kostar mikla orku. En eftir færið hjá Jóa Berg og markið okkar fannst mér að það væri meira sjálfstraust í okkar liði.“Soft víti en það var snerting Hann var einnig spurður um vítaspyrnudóminn. „Það var kannski „soft“ en það var snerting. Það er undir dómaranum komið að dæma það. Ég get tekið undir að þetta var „soft“.“ Heimir sagði enga ástæðu til að vera með óbragð í munni og sló meira að segja á létta strengi. „Ég held að við séum eina liðið í Evrópu sem hefur ekki tapað í úrslitakeppni EM. Það er vissulega gott að hafa ekki enn tapað og við eigum enn möguleika. Við vorum nálægt því að tryggja þetta í dag og þess vegna eru vonbrigðin mikil. En við vorum að spila við virkilega gott lið.“Gott að spila á síðasta deginum Heimir segir að það sé gott að Ísland sé í þeim riðli sem spilar síðustu leiki sína í riðlakeppninni. „Þá munum við vita fyrir leikinn gegn Austurríki hvort að þrjú stig nægji eða hvort við þurfum að vinna leikinn. Það er gott að fara inn í leikinn og vita allar staðreyndir.“ „Við munum auðvitað fara inn í leikinn til að vinna hann en út frá áhættumati og öðru slíku getur verið gott að vita þessa hluti. Stig gæti dugað en mér þykir það ólíklegt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. 18. júní 2016 17:53 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að það hafi verið hljótt inni í búningsklefa íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Ungverjalandi í dag. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli en Ungverjar skoruðu jöfnunarmark sitt á lokamínútum leiksins er Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsamark. „Það var dapurt inn í búningsklefa inni í leik. Eins og hjá öllum liðum sem fá á sig mark í lok leikja. Það er svolítið sérstakt. Við fögnuðum einu stigi gegn Portúgal en grátum nú stig gegn Ungverjalandi, eins kjánalega og það hljómar,“ sagði Heimir. Hann hrósaði Ungverjum fyrir frammistöðu sína í leiknum og sagði þá vera með virkilega gott lið. „Þeir sem munu vanmeta þá munu þjást. En við héldum boltanum illa og vorum ekki nógu þéttir í lokin. Þeir hlupu líka meira en við og settu svo tvo sóknarmenn inn á.“ „Við hefðum átt að refsa þeim fyrir að taka þá áhættu en hún borgaði sig á endanum fyrir þá. Stundum gerist það,“ sagði Heimir.Héldum boltanum ekki nógu vel Hann játti því að spennustigið hafi líklega verið of hátt fyrir leikmenn íslenska liðsins. „Það var munur á okkur og ungverska liðinu. Kannski voru það stigin þrjú sem þeir höfðu fyrir leikinn. Við héldum boltanum ekki vel og þeir spiluðu vel úr pressunni okkur. Þetta leit þægilega út fyrir þá.“ „En við fengum betri færi í leiknum. Að vissu leyti gátum við nýtt okkur það að vera minna með boltann en það kostar mikla orku. En eftir færið hjá Jóa Berg og markið okkar fannst mér að það væri meira sjálfstraust í okkar liði.“Soft víti en það var snerting Hann var einnig spurður um vítaspyrnudóminn. „Það var kannski „soft“ en það var snerting. Það er undir dómaranum komið að dæma það. Ég get tekið undir að þetta var „soft“.“ Heimir sagði enga ástæðu til að vera með óbragð í munni og sló meira að segja á létta strengi. „Ég held að við séum eina liðið í Evrópu sem hefur ekki tapað í úrslitakeppni EM. Það er vissulega gott að hafa ekki enn tapað og við eigum enn möguleika. Við vorum nálægt því að tryggja þetta í dag og þess vegna eru vonbrigðin mikil. En við vorum að spila við virkilega gott lið.“Gott að spila á síðasta deginum Heimir segir að það sé gott að Ísland sé í þeim riðli sem spilar síðustu leiki sína í riðlakeppninni. „Þá munum við vita fyrir leikinn gegn Austurríki hvort að þrjú stig nægji eða hvort við þurfum að vinna leikinn. Það er gott að fara inn í leikinn og vita allar staðreyndir.“ „Við munum auðvitað fara inn í leikinn til að vinna hann en út frá áhættumati og öðru slíku getur verið gott að vita þessa hluti. Stig gæti dugað en mér þykir það ólíklegt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. 18. júní 2016 17:53 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. 18. júní 2016 17:53
Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21