Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:04 Ragnar þakkar stuðningsmönnum í leikslok. vísir/vilhelm Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. „Þetta var fáránlega svekkjandi. Við náðum að verjast vel allan leikinn, en vorum kannski að verjast of mikið," sagði Ragnar í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við sóttum eiginlega ekki neitt. Þegar við unnum boltann vorum við svo langt niðri og allir voru dálítið þreyttir. Það var erfitt að fá upp eitthvað spil." Aðspurður um hvort uppleggið hafi verið að verjast svona mikið eins og þeir gerðu í dag segir Ragnar að svo hafi ekki verið. „Við ætluðum að reyna að sækja aðeins meira en við gerðum gegn Portúgal, en þegar leikurinn byrjar þá hugsar maður "save" og tekur bara langan boltann. Við héldum bara áfram að gera það þangað til við skoruðum." „Þá fer maður að hugsa um að verja þetta eina mark, að minnsta kosti fram að hálfleik, og svo ætluðum við að reyna sækja aðeins meira, en það bara gerðist ekki." Íslensku leikmennirnir voru margir hverjir orðnir þreyttir undir lokin og Ragnar segir að það hafi verið nokkuð eðlilegt enda mikil hlaup, þá sérstaklega á miðjumönnunum. „Þeir voru einum manni fleiri á miðjunni og miðjumennirnir okkar voru að hlaupa eins og dýr. Við Kári þurftum kannski ekki að hlaupa eins mikið, heldur að standa í okkar stöðum, og passa fyrirgjafirnar. Maður sá það alveg og vissi að þeir yrðu þreyttir." „Ég er varnarmaður og mér líður vel þegar ég er að verjast. Það var ekkert vandamál, þeir voru ekki að skapa neitt nema einhver langskot sem Hannes var að taka auðveldlega." „Ég man ekki hvernig þeir komast upp kantinn þarna í markinu og ég reyni að fara út að blokka, en næ því ekki. Við erum bara óheppnir. Þetta er eina færið sem þeir fá og skora nátturlega úr því." Andrúmsloftið í klefanum var ekki eins og best verður á kosið, skiljanlega, sagði Ragnar og sagði hann menn vera fúla yfir niðurstöðunni. „Það var mjög þungt andrúmsloft í klefanum. Menn voru dálítið að tuða í hvor öðrum. Þetta var ekki neinum einum að kenna heldur verðum við að reyna sækja aðeins meira ef við ætlum að vinna leiki," sagði Ragnar og bætti við að lokum: „Við getum ekki verið að bakka svona mikið. Menn eru bara fúlir og það er skiljanlegt." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. „Þetta var fáránlega svekkjandi. Við náðum að verjast vel allan leikinn, en vorum kannski að verjast of mikið," sagði Ragnar í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við sóttum eiginlega ekki neitt. Þegar við unnum boltann vorum við svo langt niðri og allir voru dálítið þreyttir. Það var erfitt að fá upp eitthvað spil." Aðspurður um hvort uppleggið hafi verið að verjast svona mikið eins og þeir gerðu í dag segir Ragnar að svo hafi ekki verið. „Við ætluðum að reyna að sækja aðeins meira en við gerðum gegn Portúgal, en þegar leikurinn byrjar þá hugsar maður "save" og tekur bara langan boltann. Við héldum bara áfram að gera það þangað til við skoruðum." „Þá fer maður að hugsa um að verja þetta eina mark, að minnsta kosti fram að hálfleik, og svo ætluðum við að reyna sækja aðeins meira, en það bara gerðist ekki." Íslensku leikmennirnir voru margir hverjir orðnir þreyttir undir lokin og Ragnar segir að það hafi verið nokkuð eðlilegt enda mikil hlaup, þá sérstaklega á miðjumönnunum. „Þeir voru einum manni fleiri á miðjunni og miðjumennirnir okkar voru að hlaupa eins og dýr. Við Kári þurftum kannski ekki að hlaupa eins mikið, heldur að standa í okkar stöðum, og passa fyrirgjafirnar. Maður sá það alveg og vissi að þeir yrðu þreyttir." „Ég er varnarmaður og mér líður vel þegar ég er að verjast. Það var ekkert vandamál, þeir voru ekki að skapa neitt nema einhver langskot sem Hannes var að taka auðveldlega." „Ég man ekki hvernig þeir komast upp kantinn þarna í markinu og ég reyni að fara út að blokka, en næ því ekki. Við erum bara óheppnir. Þetta er eina færið sem þeir fá og skora nátturlega úr því." Andrúmsloftið í klefanum var ekki eins og best verður á kosið, skiljanlega, sagði Ragnar og sagði hann menn vera fúla yfir niðurstöðunni. „Það var mjög þungt andrúmsloft í klefanum. Menn voru dálítið að tuða í hvor öðrum. Þetta var ekki neinum einum að kenna heldur verðum við að reyna sækja aðeins meira ef við ætlum að vinna leiki," sagði Ragnar og bætti við að lokum: „Við getum ekki verið að bakka svona mikið. Menn eru bara fúlir og það er skiljanlegt."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14
Gylfi kominn upp að hlið Ríkharðs og Arnórs á markalistanum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fjórtánda mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann kom því yfir gegn Ungverjalandi í leik liðanna í Marseille í F-riðli á EM 2016. 18. júní 2016 16:56
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01
Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48
Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21