Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:06 Birkir setur boltann í eigið mark. vísir/epa Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira
Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Sjá meira