Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:07 Emil Hallfreðsson og Kári Árnason eftir leikinn. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. Ísland var yfir í fimmtíu mínútur í leiknum en Ungverjum tókst að jafna metin á 89. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Emil missti af sínum manni í aðdragandanum. „Þetta gerðist hratt en minn maður slapp inn fyrir mig og ég bjóst ekki alveg við sendingunni," sagði Emil Hallfreðsson eftir leikinn en hann vildi þó ekki alveg taka það á sig. „Það eru margir þættir sem koma að marki og ekki bara einstaklingsmistök. Þeir voru búnir að liggja mikið á okkur allan seinni hálfleikinn. Ef þið vilji klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig," sagði Emil.Sænskir sjónvarpsmenn greindu jöfnunarmark Ungverja þar sem Emil gleymdi sér.Skjáskot af SVT„Þetta var grautfúlt ef ég segi alveg eins og er. Það er stutt á milli í boltanum, það er stutt í kúkinn og það er stutt í kúkinn," sagði Emil. „Það gekk svolítið illa allan leikinn að halda boltanum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum eftir að við vorum búnir að skora markið. Þá gekk það extra illa enda við meira í því að sparka boltanum fram þar sem ekkert var í gangi," sagði Emil. „Á stórmóti eins og EM þá er það erfitt að ætla að verjast í 60 mínútur og halda markinu hreinu. Það kemur alltaf að því að það koma upp mistök og þeir geta sett mark. Það getur alltaf gerst," sagði Emil. „Það var mjög gaman að koma inná en þetta er samt bara fótboltaleikur.Það var ótrúlega góð stemmning og gaman að koma inn. Í endann var síðan grautfúlt að fá þetta mark á okkur. Ég er frekar svekktur eftir það," sagði Emil. Íslenska liðið er komið með tvö stig en það lítur út fyrir það að ekkert nema sigur í lokaleiknum komi liðinu áfram í sextán liða úrslitin.Markið má sjá að neðan en myndbandið er aðeins aðgengilegt á Íslandi.Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. Ísland var yfir í fimmtíu mínútur í leiknum en Ungverjum tókst að jafna metin á 89. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Emil missti af sínum manni í aðdragandanum. „Þetta gerðist hratt en minn maður slapp inn fyrir mig og ég bjóst ekki alveg við sendingunni," sagði Emil Hallfreðsson eftir leikinn en hann vildi þó ekki alveg taka það á sig. „Það eru margir þættir sem koma að marki og ekki bara einstaklingsmistök. Þeir voru búnir að liggja mikið á okkur allan seinni hálfleikinn. Ef þið vilji klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig," sagði Emil.Sænskir sjónvarpsmenn greindu jöfnunarmark Ungverja þar sem Emil gleymdi sér.Skjáskot af SVT„Þetta var grautfúlt ef ég segi alveg eins og er. Það er stutt á milli í boltanum, það er stutt í kúkinn og það er stutt í kúkinn," sagði Emil. „Það gekk svolítið illa allan leikinn að halda boltanum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum eftir að við vorum búnir að skora markið. Þá gekk það extra illa enda við meira í því að sparka boltanum fram þar sem ekkert var í gangi," sagði Emil. „Á stórmóti eins og EM þá er það erfitt að ætla að verjast í 60 mínútur og halda markinu hreinu. Það kemur alltaf að því að það koma upp mistök og þeir geta sett mark. Það getur alltaf gerst," sagði Emil. „Það var mjög gaman að koma inná en þetta er samt bara fótboltaleikur.Það var ótrúlega góð stemmning og gaman að koma inn. Í endann var síðan grautfúlt að fá þetta mark á okkur. Ég er frekar svekktur eftir það," sagði Emil. Íslenska liðið er komið með tvö stig en það lítur út fyrir það að ekkert nema sigur í lokaleiknum komi liðinu áfram í sextán liða úrslitin.Markið má sjá að neðan en myndbandið er aðeins aðgengilegt á Íslandi.Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00
Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52
Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30