Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:34 Alfreð í baráttunni við Richárd Guzmics í leiknum í dag. vísir/getty Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira