Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:35 Hannes í leiknum í kvöld. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. „Ég er ekkert að ýkja það að mér hefur aldrei liðið eins illa að fá á mig mark," sagði Hannes Þór í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Þetta var eins og að vera sprautaður með einhverri sprautu sem dreifði ógeðistilfinningu um allan líkamann. Þetta var algjörlega hræðilegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti." „Þetta var óvænt því síðustu fjögur ár þá man ég ekki eftir því að við höfum verið að halda út og ekki tekist það. Okkur hefur alltaf tekist það að sigla leikjum í hús þegar við erum að reyna að ná í úrslit." „Þeir voru ekki að skapa sér neitt sérstakt. Þetta var hræðileg tilfinning, ég get alveg viðurkennt það." Ísland lá rosalega mikið til baka í leiknum og varðist mjög mikið. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi, en fengu hins vegar ekki mörg færi á sig. „Það var ekki planið að vera svona mikið til baka. Leikurinn þróaðist bara þannig og við erum ekki nægilega ánægðir með það. Við hefðum átt að sýna betri hliðar í dag og vorum ekki nægilega góðir." „Engu að síður þá náum við að koma leiknum í það far að við eigum að geta spilað á okkar styrkleikum og siglt leiknum heim. Við vorum grátlega nálægt því, en afhverju við náum ekki aðeins meira tempói og rhytma í spilið veit ég ekki." „Við verðum við að kíkja yfir núna og laga fyrir leikinn gegn Austurríki þar sem við þurfum að vera betri." Hannes segir að þetta hafi verið löng atburðarás í markinu sem olli því að Ísland fékk einungis eitt stig úr leiknum. „Ég man ekki alveg hvað gerist áður en gæinn sem er með boltann gefur fyrir, en hann gefur fyrir og þetta er erfið staða frá markmanns-sjónarhorninu." „Maður veit ekki hvað er fyrir aftan sig og það er yfirleitt vænlegast til árangurs að láta vaða og fá snertingu á boltann svo maður stýri boltanum frá þeir sem hann er að reyna gefa á." „Ég því miður náði ekki að komast nægilega langt út í boltann og Birkir er í erfiðri stöðu fyrir aftan mig. Ég náði því miður ekki að snerta hann, hann rétt fer framhjá puttunum á mér og tánnum á Kára og smýgur framhjá okkur. Því miður." Aðspurður út í leikinn mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudaginn sagði Hannes að lokum: „Það kemst voða lítið annað að en núna annað en svekkelsi því við vorum grátlega nálægt þessu, en ég get lofað ykkur því að við munum gíra okkur upp og við ætlum okkur að klára þetta gegn Austurríki."Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30