Fótbolti

Einn leikmaður í íslenska liðinu var með yfir 90 prósent í sendingum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Már Sævarsson reynir eina af sendingum sínum í gær.
Birkir Már Sævarsson reynir eina af sendingum sínum í gær. Vísir/EPA
Íslenska landsliðsstrákarnir voru mun minna með boltann heldur ungversku leikmennirnir í leik þjóðanna á Evrópumótinu í Frakklandi í gær.

Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að það halli á íslenska liðið í tölfræðinni og þar á meðal í heppnuðum sendingum.

71 prósent sendinga íslenska liðsins heppnuðust í leiknum eða 147 af 207. Ungverjar voru með 391 fleiri heppnaða sendingu í þessum leik en 538 af 605 sendingum heppnuðust hjá ungverska liðinu eða 89 prósent.

Einn leikmaður í íslenska landsliðið náði þó að vera með yfir 90 prósent sendingahlutfall samkvæmt opinberri tölfræði UEFA.

Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson reyndi nefnilega fimmtán sendingar í leiknum og fjórtán þeirra heppnuðust. Þetta gerir 93 prósent. Birkir Már reyndi 4 langar sendingar, 10 miðlungs langar og eina stutta sendingu í leiknum. 

Birkir Már átti flestar sendingar á Jón Daða Böðvarsson og Aron Einar Gunnarsson eða fjórar á hvorn.

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var með flestar heppnaðar sendingar í íslenska liðinu eða 19 en af útileikmönnunum var Gylfi Þór Sigurðsson með flestar eða sautján.

89 prósent sendinga Gylfa heppnuðust í leiknum eða 17 af 19. 10 af sendingum Hannesar fóru á Kolbein Sigþórsson en flestar heppnaðar sendingar Gylfa voru á Ara Frey.



Hæsta hlutfall heppnaða sendingar hjá íslensku strákunum í leiknum á móti Ungverjum:

Birkir Már Sævarsson 93 prósent (15/14)

Gylfi Þór Sigurðsson 89 prósent (19/17)

Emil Hallfreðsson 86 prósent (7/6)

Ragnar Sigurðsson 82 prósent (17/14)

Kolbeinn Sigþórsson 79 prósent (14/11)

Birkir Bjarnason 76 prósent (21/16)

Hannes Þór Halldórsson 68 prósent (28/19)



Það er hægt að sjá alla tölfræði um sendingar íslenska liðsins með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag.

Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×