Í yfirferð þeirra yfir leik Íslendinga og Ungverja í Marseille benti Hjörvar á hversu fáa leiki lið undir stjórn Lars Lagerbäck hafa unnið á stórmótum.
Sjá einnig: Lars harðorður: Við spiluðum án allrar skynsemi
Lars hefur stýrt Íslandi, Svíþjóð og Nígeríu í 23 leikjum á HM og EM frá árinu 2000 en aðeins fjórir þeirra hafa unnist.
Svíar unnu Nígeríu 2-1 á HM 2002 og Paragvæ 1-0 á HM 2006, Búlgaríu 5-0 á EM 2004 og Grikkland 2-0 fjórum árum síðar.

„Hann var með þessa gullkynslóð Svía þar sem þú varst með Zlatan [Ibrahimovic], Henrik Larsson, [Olaf] Mellberg og [Freddie] Ljungberg.
„Og árangurinn í lokakeppni var þessi. Það virðist sem leikir í undankeppni henti honum betur. Hann er kannski pínu passívur,“ bætti Hjörvar við.
Sjá einnig: Svíar komnir til Marseille til að styðja Lagerbäck og Ísland | Myndband
Þrátt fyrir að hafa ekki enn unnið leik á EM í Frakklandi eiga íslensku strákarnir góða möguleika á að komast í 16-liða úrslit eins og farið er yfir hér.