Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2016 13:25 Eiður Smári Guðjohnsen ræðir við fréttamenn í dag og Lars Lagerbäck gerir það sama. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck er frekar súr með úrslitin gegn Ungverjalandi á EM 2016 í fótbolta í gær þar sem strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli eftir að skora sjálfsmark á 88. mínútu. Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki. Íslenska liðið átti ekki góðan dag og var að mörgu leyti yfirspilað gegn Ungverjum sem voru miklu meira með boltann. Þeir ógnuðu markinu þó aldrei af viti og var svekkjandi að horfa upp á jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lars „Það hefur gerst hjá okkur eins og í undankeppninni að við skorum fyrsta markið og verðum of varkárir. Þá spilum við ekki eins og við eigum að gera. Það er eitthvað sem við verðum að leiðrétta. Ef við komumst yfir gegn Austurríki megum við ekki verða of varnarsinnaðir.“Eiður Smári var nálægt því að vinna leikinn í gær.vísir/vilhelmEiður átti að róa leikinn Varnarleikur íslenska liðsins er búinn að vera flottur eins og Lars talar um en mörkin sem liðið hefur fengið á sig á mótinu hafa komið vegna raða mistaka. En hvernig horfði mark Ungverja við Lars? „Það er alltaf hægt að benda á einstaklingana en þetta gerist svo hratt. Ég vil ekki hengja neinn leikmann. Við gerum reglulega mistök og stundum er okkur refsað fyrir það. Leikmennirnir voru orðnir þreyttir. Birkir var aðeins fyrir aftan manninn sinn og stöðuskiptingin milli Emils og Ara gekk ekki 100 prósent upp,“ sagði hann. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hálfleik til að reyna að róa leikinn. Hann komst því miður ekki nógu mikið í boltann en fékk tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Móttökurnar sem hann fékk frá Íslendingunum 9.000 í stúkunni voru ótrúlegar. „Framherjarnir voru svo þreyttir. Þeir unnu ótrúlega mikið í leiknum og því vildum við gera breytingu en við vonuðumst líka til að Eiður gæti komið inn með sína reynslu og skapað smá ró fyrir liðið,“ sagði Lars. „Það var gaman að sjá móttökurnar sem hann fékk. Eiður hefur átt ótrúlegan feril og gert svo mikið fyrir íslenskan fótbolta. Ég vil hrósa stuðningsmönnunum mikið fyrir að sýna honum þessa virðingu,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47 Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45 UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31 Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Lars Lagerbäck er frekar súr með úrslitin gegn Ungverjalandi á EM 2016 í fótbolta í gær þar sem strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli eftir að skora sjálfsmark á 88. mínútu. Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki. Íslenska liðið átti ekki góðan dag og var að mörgu leyti yfirspilað gegn Ungverjum sem voru miklu meira með boltann. Þeir ógnuðu markinu þó aldrei af viti og var svekkjandi að horfa upp á jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lars „Það hefur gerst hjá okkur eins og í undankeppninni að við skorum fyrsta markið og verðum of varkárir. Þá spilum við ekki eins og við eigum að gera. Það er eitthvað sem við verðum að leiðrétta. Ef við komumst yfir gegn Austurríki megum við ekki verða of varnarsinnaðir.“Eiður Smári var nálægt því að vinna leikinn í gær.vísir/vilhelmEiður átti að róa leikinn Varnarleikur íslenska liðsins er búinn að vera flottur eins og Lars talar um en mörkin sem liðið hefur fengið á sig á mótinu hafa komið vegna raða mistaka. En hvernig horfði mark Ungverja við Lars? „Það er alltaf hægt að benda á einstaklingana en þetta gerist svo hratt. Ég vil ekki hengja neinn leikmann. Við gerum reglulega mistök og stundum er okkur refsað fyrir það. Leikmennirnir voru orðnir þreyttir. Birkir var aðeins fyrir aftan manninn sinn og stöðuskiptingin milli Emils og Ara gekk ekki 100 prósent upp,“ sagði hann. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hálfleik til að reyna að róa leikinn. Hann komst því miður ekki nógu mikið í boltann en fékk tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Móttökurnar sem hann fékk frá Íslendingunum 9.000 í stúkunni voru ótrúlegar. „Framherjarnir voru svo þreyttir. Þeir unnu ótrúlega mikið í leiknum og því vildum við gera breytingu en við vonuðumst líka til að Eiður gæti komið inn með sína reynslu og skapað smá ró fyrir liðið,“ sagði Lars. „Það var gaman að sjá móttökurnar sem hann fékk. Eiður hefur átt ótrúlegan feril og gert svo mikið fyrir íslenskan fótbolta. Ég vil hrósa stuðningsmönnunum mikið fyrir að sýna honum þessa virðingu,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47 Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45 UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31 Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00
Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47
Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45
UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31
Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00