Nógu góður til að spila alla leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 06:00 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að jafna sig af meiðslum og gæti tekið þátt í vináttuleiknum gegn Noregi á morgun. vísir/anton Þrátt fyrir ungan aldur býr landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson yfir mikilli reynslu. Þessi 27 ára Akureyringur á þegar 57 landsleiki að baki. Þar að auki á hann að baki átta tímabil sem atvinnumaður í Englandi, síðustu fimm öll með velska liðinu Cardiff City. Sjö af þessum tímabilum spilaði Aron Einar í ensku B-deildinni. Hvert ár spilaði hann minnst 40 leiki á tímabili, langflesta sem byrjunarliðsmaður. En það breyttist svo skyndilega á nýliðnu tímabili. Þá tók hann þátt í 28 leikjum, þar af tólf sem varamaður. „Auðvitað var ég ekki ánægður með þann fjölda leikja og mínútna sem ég fékk í vetur. Ég hef aldrei farið leynt með það,“ segir Aron Einar sem vonast til að fá tækifæri til að spila með Íslandi í vináttulandsleiknum gegn Noregi ytra í dag, þrátt fyrir ökklameiðsli sem hafa verið að plaga hann síðustu vikurnar.25 mínútur á þremur mánuðum „En það var aldrei hægt að segja neitt við þessu. Ég meiddist á undirbúningstímabilinu og þá valdi þjálfarinn liðið sitt,“ segir Aron Einar og átti þar við Russell Slade sem tók við Cardiff City eftir að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn haustið 2014. Aron Einar spilaði aðeins í 25 mínútur í fyrstu ellefu leikjum Cardiff í ensku B-deildinni í haust. Hann fékk svo tækifærið í 1-0 sigurleik gegn Middlesbrough sem hann nýtti vel. „Ég spilaði næstu fjórtán leiki en veiktist svo fyrir leik gegn Wolves [þann 16. janúar]. Þá kom maður inn af bekknum sem spilaði vel það sem eftir lifði tímabils. Þannig er fótboltinn bara,“ segir Aron Einar. „Það eru margir sem eru tilbúnir að stökkva inn og nýta tækifærið þegar það gefst. Það er partur af íþróttinni. En auðvitað finnst mér að ég sé það góður að spila alla leiki í B-deildinni. Það er svekkjandi að það gerðist ekki í vetur.“ Hann óttaðist þó aldrei að það kæmi í raun og veru til þess að hann myndi missa af EM í Frakklandi. „Ég vissi að það væri alltaf hægt að gera eitthvað í þessu, hvort sem það væru sprautur, verkjalyf eða hvað sem er. Ég myndi aldrei missa af þessu. Þú þekkir mig aðeins betur en svo,“ sagði hann við blaðamann í léttum dúr.Aron í baráttunni gegn Tyrkjum.vísir/gettyHefur ekki rætt við nýjan stjóra Hann getur ekki sagt að hann hafi fengið ósanngjarna meðhöndlun hjá Slade í vetur. „Nei. Ég æfði eins og maður en þegar svona lagað kemur upp þýðir ekkert að svekkja sig eða hengja haus. Ég vil alltaf spila eins mikið og ég get og það heppnaðist ekki þetta tímabilið.“ Paul Trollope, 43 ára Wales-verji, hefur nú tekið við stjórastarfinu í Cardiff City en hann var áður aðstoðarmaður Slades. Trollope er auk þess í þjálfarateymi Chris Coleman í velska landsliðinu, sem er á leið á EM rétt eins og það íslenska. Aron Einar hefur ekkert rætt við Trollope um framhaldið en mun gera það eftir EM í Frakklandi. „Hann er á fullu að undirbúa Wales fyrir EM og því munum við ekki setjast niður fyrr en eftir mótið.“ Hann neitar því ekki að mögulegt sé að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Cardiff City. „Þó svo að ég telji það ólíklegt þá veit ég það einfaldlega ekki. Það verður bara að koma í ljós eftir EM.“Batinn framar vonum Aron Einar hefur glímt við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar og bjóst við því að þurfa að spila með verki á EM í Frakklandi. En nú horfir til betri vegar. „Ég þarf vonandi ekki að pína mig. Það kemur svo bara í ljós hvort það kemur bakslag en vonandi ekki,“ segir Aron Einar sem var með lausa beinflís í ökklanum sem olli honum sársauka. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur býr landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson yfir mikilli reynslu. Þessi 27 ára Akureyringur á þegar 57 landsleiki að baki. Þar að auki á hann að baki átta tímabil sem atvinnumaður í Englandi, síðustu fimm öll með velska liðinu Cardiff City. Sjö af þessum tímabilum spilaði Aron Einar í ensku B-deildinni. Hvert ár spilaði hann minnst 40 leiki á tímabili, langflesta sem byrjunarliðsmaður. En það breyttist svo skyndilega á nýliðnu tímabili. Þá tók hann þátt í 28 leikjum, þar af tólf sem varamaður. „Auðvitað var ég ekki ánægður með þann fjölda leikja og mínútna sem ég fékk í vetur. Ég hef aldrei farið leynt með það,“ segir Aron Einar sem vonast til að fá tækifæri til að spila með Íslandi í vináttulandsleiknum gegn Noregi ytra í dag, þrátt fyrir ökklameiðsli sem hafa verið að plaga hann síðustu vikurnar.25 mínútur á þremur mánuðum „En það var aldrei hægt að segja neitt við þessu. Ég meiddist á undirbúningstímabilinu og þá valdi þjálfarinn liðið sitt,“ segir Aron Einar og átti þar við Russell Slade sem tók við Cardiff City eftir að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn haustið 2014. Aron Einar spilaði aðeins í 25 mínútur í fyrstu ellefu leikjum Cardiff í ensku B-deildinni í haust. Hann fékk svo tækifærið í 1-0 sigurleik gegn Middlesbrough sem hann nýtti vel. „Ég spilaði næstu fjórtán leiki en veiktist svo fyrir leik gegn Wolves [þann 16. janúar]. Þá kom maður inn af bekknum sem spilaði vel það sem eftir lifði tímabils. Þannig er fótboltinn bara,“ segir Aron Einar. „Það eru margir sem eru tilbúnir að stökkva inn og nýta tækifærið þegar það gefst. Það er partur af íþróttinni. En auðvitað finnst mér að ég sé það góður að spila alla leiki í B-deildinni. Það er svekkjandi að það gerðist ekki í vetur.“ Hann óttaðist þó aldrei að það kæmi í raun og veru til þess að hann myndi missa af EM í Frakklandi. „Ég vissi að það væri alltaf hægt að gera eitthvað í þessu, hvort sem það væru sprautur, verkjalyf eða hvað sem er. Ég myndi aldrei missa af þessu. Þú þekkir mig aðeins betur en svo,“ sagði hann við blaðamann í léttum dúr.Aron í baráttunni gegn Tyrkjum.vísir/gettyHefur ekki rætt við nýjan stjóra Hann getur ekki sagt að hann hafi fengið ósanngjarna meðhöndlun hjá Slade í vetur. „Nei. Ég æfði eins og maður en þegar svona lagað kemur upp þýðir ekkert að svekkja sig eða hengja haus. Ég vil alltaf spila eins mikið og ég get og það heppnaðist ekki þetta tímabilið.“ Paul Trollope, 43 ára Wales-verji, hefur nú tekið við stjórastarfinu í Cardiff City en hann var áður aðstoðarmaður Slades. Trollope er auk þess í þjálfarateymi Chris Coleman í velska landsliðinu, sem er á leið á EM rétt eins og það íslenska. Aron Einar hefur ekkert rætt við Trollope um framhaldið en mun gera það eftir EM í Frakklandi. „Hann er á fullu að undirbúa Wales fyrir EM og því munum við ekki setjast niður fyrr en eftir mótið.“ Hann neitar því ekki að mögulegt sé að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Cardiff City. „Þó svo að ég telji það ólíklegt þá veit ég það einfaldlega ekki. Það verður bara að koma í ljós eftir EM.“Batinn framar vonum Aron Einar hefur glímt við meiðsli í ökkla síðustu vikurnar og bjóst við því að þurfa að spila með verki á EM í Frakklandi. En nú horfir til betri vegar. „Ég þarf vonandi ekki að pína mig. Það kemur svo bara í ljós hvort það kemur bakslag en vonandi ekki,“ segir Aron Einar sem var með lausa beinflís í ökklanum sem olli honum sársauka.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Sjá meira