Segja Siðfræðistofnun fara rangt með Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, segir fullan vilja til að veita aðgang að gögnum spítalans vegna barkaígræðslumálsins. vísir/valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56